Forsíða/ Námskeið/ Um Allt í köku/ Hafa samband
 

Skírnarbarn

 

 


Það er ótrúlega auðvelt að búa til sykurmassaskraut með hjálp silíkonmótanna! Mótin þola allt frá -60°C til +230°C og það festist ekkert við þau. Hér sjáið þið hvernig silíkonmótin eru notuð með gum paste / sykurmassa.

 

 

 

Skírnarskraut

Ef það á að geyma barnið í lengri tíma er ráðlagt að nota gum paste í stað sykurmassa.

 

Efni í skírnarbarn

1. Til þess að búa til barn í silíkonmótunum þarftu eftirfarandi: Barnamót, gum paste (hægt að nota sykurmassa), kopar húðlit og súkkulaðibrúnan matarlit. Notið bleika duftlitinn og pensillinn til þess að setja roða í andlit barnsins og bleika og bláa matarlitinn til að gera skraut á barnið eða skírnarkjól.


Matarlitir

2. Þessir litir eru notaðir til þess að lita sykurmassa í húðlit. Það er hægt að ná öllum húðlitum með aðeins tveimur litum. Best er að nota koparlitinn sem grunn og bæta brúnum saman við þar til liturinn er eins og við viljum hafa hann. Byrjið á því að setja lítið magn af koparlit í massann. Hnoðið vel til þess að lita sykurmassann. Blandið meiri koparlit í massann ef þess þarf og blandið vel saman. Bætið því næst súkkulaðibrúnum lit saman við þar til þið eruð ánægð með litinn. Hnoðið vel saman þar til engin skil eru í sykurmassanum.


Gum paste

3. Passið að hafa nægilegt magn af gum paste til þess að fylla mótið. Gerið frekar aðeins meira en minna.


Massinn settur í mótið    

 

 

 

 

 

 

 

4. Búið til sívalning úr massanum og hafið hliðina sem fer ofan í mótið slétta. Það er ágætt að hnoða kúluna með örlitlu palmíni til þess að ná henni alveg sléttri. Setjið slétta hlutann niður að mótinu og þrýstið massanum ofan í mótið.


Þrýstið ofan í mótið

 

 


 

 

 

 

5. Þrýstið vel með fingrunum til þess að sykurmassinn fari örugglega í öll smáatriði mótsins.


Umfram sykurmassi skorinn í burtu

6. Skafið umfram sykurmassa í burtu með fíngerðum spaða. Sléttið botn barnsins með fingrunum. Hér er líka gott að nota svolítið palmín.


Silíkonmótið sett í frysti

7. Setjið mótið í frysti í um klukkustund eða þar til sykurmassinn er orðinn alveg harður.


Sykurmassinn tekinn úr mótinuLosið barnið úr mótinu

8. Athugið hvort massinn sé ekki alveg frosinn með því að losa mótið örlítið frá massanum. Flettið því næst mótinu utan af barninu. Massinn losnar mjög auðveldlega á meðan hann er frosinn.


Barnið látið þornaBarnið klætt í kjólSlaufan sett á

 

9. Það er langbest að setja öll silíkonmótin í frysti áður en massinn er tekinn úr þeim. Hins vegar er hægt að losa einfalda hluti eins og skeljar úr mótinu strax án þess að frysta það. Þegar sykurmassinn er tekinn úr mótinu eftir frost myndast örlítið hrím utan á sykurmassanum. Ekki hafa áhyggjur af því, það lagast fljótt ef hlutirnir eru látnir anda. Ekki setja þá í lokuð ílát á meðan þeir þorna og látið standa á svampi.

Þegar barnið er orðið þurrt er hægt að setja það í bleyju eða skírnarkjól. Það er líka hægt að setja það í krúttlegan búning og festa vængi við bakið á því.

 

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem við fundum á netinu.© Allur réttur áskilinn www.notando.is
SFH-Logo