Forsíða/ Námskeið/ Um Allt í köku/ Hafa samband
 

Fótboltavöllur

 

 Fótboltavöllur fyrir fótboltakappana

 

 

 

 

 

Línurnar

1. Bakið skúffuköku og kælið. Þekið með súkkulaðikremi eða smjörkremi. Skerið sykurmassa í þunnar lengjur og leggjið línurnar á völlinn. Við gerðum þetta víst ekki alveg rétt, en það fengum við að vita í veislunni! Við systur horfum greinilega ekki nógu mikið á fótbolta! ;o) Ef línurnar eru settar eftir að grasinu hefur verið sprautað á kökuna verða þær ójafnar og í bylgjum.

  

Sprautað

2. Raðið fótboltaköppunum og dómaranum (Wilton fótboltasett) á kökuna áður en þið sprautið græna kreminu á völlinn. Þannig hverfa plattarnir undir körlunum og þeir virðast standa í grasinu. Byrjið meðfram línunum og vinnið ykkur inn á við. Notið lítinn opinn stjörnustút, t.d. Atecostút nr. 16.

  

Sprautað meðfram

3. Sprautið súkkulaðikremi á hliðar kökunnar með sama stút. Það er einnig hægt að nota stærri stút til þess að spara tíma.


Kakan tilbúin

© Allur réttur áskilinn www.notando.is
SFH-Logo