Forsíða/ Námskeið/ Um Allt í köku/ Hafa samband
 

Hello Kitty skúffukaka

 

 

 

 

Þessi Hello Kitty kaka er mjög einföld og fljótleg.

 

 

 

 

 

 

Kakan skorin til

1. Bakið skúffuköku og kælið. Prentið út mynd af Hello Kitty eða teiknið á blað og klippið út. Leggið ofan á skúffukökuna og skerið meðfram blaðinu.  

  

Þunnt kremlag

2. Smyrjið þunnu lagi af kremi á kökuna. Best er að nota sama lit undir og á að sprauta ofan á. Þetta er ekki nauðsynlegt en auðveldar eftirleikinn til muna og tryggir að allt endi á réttum stað. Það má sprauta beint á kökuna án undirlags en þá þarf að sprauta doppurnar mjög þétt saman svo það sjáist ekki í kökuna á milli doppanna.

 

Útlínur og doppur

3. Notið lakkrísreimar eða svart gel í túpu í útlínurnar. Sprautið smjörkreminu með frekar fínum opnum stjörnustút, t.d. Atecostút nr. 16. Byrjið yst og vinnið ykkur inn að miðju í hverjum reit. Það er ágætt að byrja ofan á kökunni og enda á hliðunum en hér er allt leyfilegt.


Skreytingar

4. Notið Jelly Beans eða mótið sykurmassa í augu og nef. Hér notuðum við lítil Smarties í slaufuna og blómin á kjólinn. Það er líka mjög flott að gera slaufu og blóm úr sykurmassa og leggja ofan á. Notið lakkrísreimar í veiðihárin (þau gleymdust á þessari köku!)

© Allur réttur áskilinn www.notando.is
SFH-Logo